Í dag er útlit fyrir hæga breytilega átt hjá okkur. Áfram verður léttskýjað á norðanverðu landinu og það léttir einnig til austanlands þegar kemur fram á daginn. Á Suður- og Vesturlandi verða ský á himni og mögulega koma einhverjir dropar úr sumum þeirra, eitthvað mun þó sjást til sólar milli skýja. Hiti yfir daginn á bilinu 5 til 10 stig.
Á morgun er síðan útlit fyrir hægviðri og sólríkt veður á mestöllu landinu. Ekki er miklar breytingar að sjá til miðvikudags. Næstu þrjá daga er semsagt útlit fyrir hægan vind á landinu og viðunandi hitatölur yfir daginn, en svalt að næturlagi. Aðgerðaleysið í veðrinu má líta á sem eitt af einkennum vorsins á Íslandi og vorið er svo sannarlega komið.
Spá gerð: 27.04.2020 06:49. Gildir til: 28.04.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt og víða léttskýjað í dag, en skýjað með köflum og stöku skúrir við vesturströndina framan af degi. Hiti 5 til 11 stig að deginum, en víða næturfrost inn til landsins.
Spá gerð: 28.04.2020 00:21. Gildir til: 29.04.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Gengur í norðan og norðvestan 5-13 m/s. Bjartviðri sunnantil, en þykknar upp á norðanverðu landinu með stöku skúrum seinni partinn. Hiti 4 til 13 stig að deginum, hlýjast sunnanlands.
Á fimmtudag:
Norðaustan 8-13 m/s. Skýjað og stöku skúrir eða él á Norður- og Austurlandi og hiti 0 til 5 stig, en bjart með köflum sunnan heiða og hiti að 10 stigum yfir daginn.
Á föstudag:
Fremur hæg norðlæg átt, skýjað að mestu og líkur á dálitlum skúrum eða éljum. Hiti 1 til 9 stig að deginum, svalast NA-til.
Á laugardag:
Hæg suðaustlæg átt og skúrir sunnanlands, en rofar til fyrir norðan. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag og mánudag:
Gengur í sunnan og suðaustan 8-15 með skúrum eða rigningu sunnan- og vestantil, en bjart að mestu norðaustanlands. Hiti 4 til 10 stig.
Spá gerð: 27.04.2020 20:48. Gildir til: 04.05.2020 12:00.