Uppfært 28/4-2021 – 22:55 Maðurinn er fundinn, heill á húfi. Við viljum þakka kærlega fyrir aðstoðina.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eyþór Magnúsi Kjartanssyni, 74 ára. Ekkert hefur spurst til hans síðan á sunnudaginn 25.apríl.
Eyþór er til heimilis að Miðholti 7, Mosfellsbæ en sást síðast til hans á Mýrum við Borgarnes þar sem hann á sumarhús. Eyþór er grannur með lítið og þunnt hár. Hann er 175cm á hæð, ljós á hörund og með skarpa andlitsdrætti. Eyþór er yfirleitt í svartri úlpu, gallabuxum og íþróttaskóm.
Hann hefur yfir að ráða bifreiðina YM-894, sem er grá Subaru Forester. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Eyþórs eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við 112. Meðfylgjandi eru myndir af Eyþór.
Umræða