-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Velta í sjávarútvegi jókst um 20%

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum dróst saman um 2% á tímabilinu janúar-febrúar 2021 í samanburði við sama tímabil árið áður. Velta jókst í smásölu (15%) og nokkrum útflutningsgreinum, s.s. sjávarútvegi (20%), fiskeldi (6%) og framleiðslu málma (14%). Velta minnkaði mikið í greinum tengdum ferðaþjónustu.

Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum (milljarðar króna)
Jan.-feb. 2020 Jan.-feb. 2021 Breyting, % Mars 2019 – feb. 2020 Mars 2020 – feb. 2021 Breyting, %
Alls án lyfjaframleiðslu1 650 634 -2 4,635 4,277 -8
Landbúnaður og skógrækt2 .. .. .. 54 53 -2
A-03/C-102 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða 61 72 18 416 436 5
C-24 Framleiðsla málma 37 42 14 228 237 4
C Framleiðsla; án fiskvinnslu, lyfjaframleiðslu og framleiðslu málma 58 61 5 434 442 2
D/E Veitustarfsemi 32 33 2 193 201 4
F/B Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 44 45 0 365 346 -5
G-45 Sala og viðhald vélknúinna ökutækja 19 21 8 144 146 1
G-46171/G-46172/G-46381 Heild- og umboðsverslun með fisk 39 40 2 255 252 -1
G-4671 Olíuverslun 19 16 -16 148 103 -30
G-46 Önnur heild- og umboðsverslun 55 62 13 378 411 9
G-47 Smásala 72 83 15 499 555 11
H Flutningar og geymsla 53 34 -37 422 237 -44
I55 Rekstur gististaða 11 2 -78 99 27 -73
I56 Veitingasala og -þjónusta 14 10 -25 100 68 -33
J Upplýsingar og fjarskipti 41 39 -4 252 263 4
N-7711 Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum 5 3 -41 48 29 -39
N-79 Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur 10 1 -91 95 11 -88
Aðrar atvinnugreinar 77 69 -11 504 462 -8
1 Velta skv. virðisaukaskattskýrslum er birt tímabundið án veltu í lyfjaframleiðslu þar sem verið er að yfirfara og sannreyna gögn í þeirri atvinnugrein.
2 Margir bændur skila virðisaukaskattskýrslu hálfsárslega og hafa lengri skilafrest en aðrir. Velta á tveggja mánaða tímabili gefur því ekki rétta mynd af þróun landbúnaðar.

Endurskoðun hagtalna
Tölur um veltu skv. virðisaukaskattskýrslum eru bráðabirgðatölur. Við birtingu fréttar 5. mars sl. var velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu sem og landbúnaði og skógrækt, talin vera 775,5 milljarðar króna í nóvember-desember 2020 sem var 1,6% lækkun frá sama tímabili árið 2019. Nú hafa nýrri tölur borist og velta á þessu tímabili er talin vera 781,1 milljarðar sem er 0,9% lækkun á milli ára. Fjallað er um endurskoðun birtra hagtalna í lýsigögnum. Einnig er birt töluleg samantekt á því hvernig nokkrir undirflokkar breytast við endurskoðun birtra hagtalna.