4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Héraðsdómari segir fyrirvara Alþingis vegna orkupakka 3, ekki halda og augljóslega engu máli skipta

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

.

,,Fyrirvarar Alþingis munu engu skipta þegar búið verður að fjármagna þennan sæstreng“

 
Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, segir að fyrirvarar sem að ríkisstjórnin telur að haldi í þriðja orkupakkanum, sé augljóslega tapað mál og að Ísland muni augljóslega verða að láta undan Evrópusambandinu sem er með unnið mál, þegar að þess verður krafist að leggja hingað sæstreng.
,,Ég treysti mér ekki til að tala fyrir munn allra lögfræðinga eins og forsætisráðherrann gerir hér, en tel rétt og skylt að undirstrika eitt atriði:
Fyrirvarar Alþingis munu engu skipta þegar búið verður að fjármagna þennan sæstreng (hvort sem það verður innlent eða erlent fyrirtæki sem gerir það). Ástæðan er sú að ef íslenska ríkið reynir þá enn að standa í vegi fyrir því að strengurinn verði lagður mun verða höfðað samningsbrotamál gegn Íslandi. Íslenska ríkið mun augljóslega tapa því máli þar sem orka er vara, sbr. fjórfrelsisákvæðið um frjálst flæði á vörum.

Þetta er nokkuð sem menn hefðu þurft að ræða heiðarlega (og ítarlegar) á fyrri stigum. Í framhaldinu hefði þá verið hægt að ræða efnislega um hagkvæmni / kostnað, kosti / galla þess að senda íslenska raforku til annarra landa. Í þeim þætti umræðunnar hefðu íslenskir stjórnmálamenn a.m.k. fastara land undir fótum en forsætisráðherrann hefur í þessu viðtali.“ Þetta seg­ir Arn­ar Þór Jóns­son, dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur, á Face­book-síðu sinni.