Í dag klukkan 08:06 varð skjálfti í sunnanverðri Bárðarbungu öskju sem mældist 4,4 að stærð, en hann var á um 10 km dýpi. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið en enginn órói hefur mælst.
Skjálftar sem þessir þekkjast vel í Bárðarbungu en tveir aðrir hafa mælist yfir 4 að stærð á þessu ári. Sá stærsti var 4.75 að stærð og mældist hann þann 22.febrúar 2022, norðan öskjunnar. Hinn mældist þann 25.mars og var hann 4.1 að stærð en hann varð suðvestan megin í öskjunni.
Umræða