Rannveig Rist, varaformaður stjórnar HB Granda, hefur sagt sig úr stjórn fyrirtækisins. Í tilkynningu sem hún sendi frá sér í kvöld segir hún ástæðuna vera þá að hún sé ósátt við uppsögn forstjóra félagsins nýverið og hvernig að henni var staðið. Hún hafi tilkynnt stjórninni um ákvörðun sína.
Í tilkynningu frá HB Granda til Kauphallarinnar í liðinni viku var greint frá því að meirihluti stjórnar fyrirtækisins hefði ákveðið að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson forstjóra um starfslok hans hjá félaginu.
Á sama fundi hafi stjórnin ákveðið að ráða Guðmund Kristjánsson, núverandi stjórnarformann félagsins, sem forstjóra. Í kjölfarið skipti stjórn með sér verkum á ný og var Magnús Gústafsson kjörinn nýr stjórnarformaður.
Umræða