Veðuryfirlit
Skammt NV af Skotlandi er allvíðáttumikil 986 mb lægð, en 1032 mb hæð er yfir NA-Grænlandi. Samantekt gerð: 28.06.2020 20:19.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 10-18 m/s um landið NV-vert og SA-til, annars mun hægari. Dálítil væta NA- og A-lands fram á daginn og skúrir á SA-landi, en víða bjartviðri á vesturhelmingi landsins á morgun.
Hiti 14 til 22 stig að deginum, en 7 til 13 stig NA- og A-lands.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum. Hiti 10 til 18 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Bjart veður N-lands, annars skýjað og súld eða dálítil rigning SV-til. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á N- og V-landi.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðan 3-8 og víða léttskýjað, en skýjað við NA-ströndina og stöku skúrir á S-landi. Hiti frá 7 stigum á annesjum NA-lands, upp í 17 stig S- og V-lands.
Á föstudag:
Norðaustanátt og bjart með köflum V-lands, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 6 til 15 stig, mildast á SV-landi.
Á laugardag:
Norðlæg átt, stöku skúrir og heldur kólnandi.
Á sunnudag:
Breytileg átt, skýjað með köflum og milt veður.
Spá gerð: 28.06.2020 20:36. Gildir til: 05.07.2020 12:00.