Hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkur Íslands næðu inn á þing samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Flokkarnir mælast báðir með ríflega fjögurra prósenta fylgi. Fylgi Miðflokksins dregst saman um tæp tvö prósentustig og mælist nú aðeins 5%.
Sumir flokkar hafa ekki mannað sína lista ennþá í öllum kjördæmum skv. heimildum Fréttatímans eða birt stefnuskrá sína gagnvart kjósendum en tæpir þrír mánuðir eru nú til kosninga. Það vekur jafnframt athygli að könnunarfyrirtækin á Íslandi mæla ekki fylgi allra flokka sem hafa listabókstaf og eru skráðir til þátttöku í komandi kosningum, þegar svo stutt er til kosninga.
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír, bæta við sig fylgi í könnunni og Sjálfstæðisflokkurinn bætir mest við sig eða tveimur prósentum, og er nú með tæplega 24% fylgi skv. könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist með ríflega 11% og Vinstri græn bæta við sig fylgi og mælast með 15%.
Fylgi Samfylkingar og Viðreisnar er nánast eins eða um11,5%. Píratar bæta aðeins við sig og eru með 11,6% í könnuninni.