Banaslys varð á byggingarsvæði á Akranesi 12. júní síðastliðinn. Þetta staðfestir lögreglan á Vesturlandi í samtali við fréttastofu. Vísir sagði fyrst frá.
Karlmaður á sextugsaldri var fluttur á sjúkrahús í kjölfar falls og lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. júní.
Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi sem veitir ekki fleiri upplýsingar um málið að svo stöddu.
Umræða