81 árs maður viðurkenndi að eiga þrjú börn með dóttur sinni
81 ára gamall maður frá Bradford fékk fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm eftir að upp komst um sifjaspell hans.
Hann er faðir þriggja barna dóttur sinnar. Maðurinn heitir Ashraf Khan og hann var handtekinn og færður fyrir dóm, eftir að hafa játað sifjaspell sem að stóðu til ársins 2012.
Dóttirin giftist manni sínum árið 1980 í Pakistan þar sem hún var fædd en hún flutti síðar til Bradford í West Yorkshire ásamt manni sínum og föður. Hún fæddi 3 börn á tíu ára tímabili og það fyrsta fæddist þegar að hún var tvítug.
Sagði frá misnotkuninni á dánarbeðinu
Misnotkuninni hélt konan út af fyrir sig og sagði engum frá hvað hefði gerst þar til að hún lá á banarbeðinu. Þá sagði konan manni sínum frá því að synd hefði átt sér stað í lífi hennar fyrir mörgum árum, hún sagði börnum sínum einnig að afi þeirra væri í raun faðir þeirra.
Eiginmaðurinn vildi ekki blanda lögreglunni í málið og vildi halda áfram að vera sem faðir barnanna og gæta þeirra áfram þar sem að hann hefði upplifað þau alla tíð sem sín eigin. Hann mun einnig hafa tekið DNA próf til að sannreyna það sem að konan hafði sagt á dánarbeðinu.
Síðar ákvað hann að tilkynna atburðinn til lögreglu árið 2012, en þá var Khan í Pakistan og kom ekki aftur til Englands fyrr en 2016. Þegar hann var handtekinn af lögreglu í september sama ár, neitaði hann að hafa haft einhvern kynferðisleg tengsl við dóttur sína.
Að lokum viðurkenndi Khan það sem að hann var sakaður um. Læknaskýrslur voru lagðar fyrir dóminn þar sem að kom fram að börnin hefðu orðið fyrir andlegum áföllum vegna uppeldisins sem að eru rakin til afleiðinga sifjaspellana sem að móðir þeirra varð fyrir.
Lögmaður Khan, Nigel Jamieson, sagði að afinn ætti við veikindi að stríða en að hann mundi samt sem áður gangast við þeim fangelsisdómi sem að hann fengi. – Hann veit það að dómstóllinn mun senda hann í fangelsi, sagði lögfræðingurinn.
Dómarinn Jonathan Durham Hall sagði við Khan að hann væri vondur maður og benti honum á hve erfitt það hefði verið fyrir dóttur hans að byrgja misnotkuninna inn í sér til dauðadags. Hall sagði að þess vegna ætlaði hann að dæma hann til hámarks refsingar sem væru 18 mánuðir fyrir hvert brotanna sem að Khan var fundinn sekur um. Þannig var heildar fangelsisdómurinn 54 mánuðir samtals.
Réttlæti fyrir móður okkar
,,Með hjálp og stuðningi frá frábæru stjórnkerfi, getum við núna, svo mörgum árum eftir andlát móður okkar, loksins fengið réttlæti fyrir hana.“ Sögðu börnin eftir að dómurinn féll. Eitt þeirra talaði einnig um að vekja þyrfti athygli á málum sem að snéru að sifjaspellum: ,,Við viljum að aðrir sem að hafa upplifað glæpi tengdum sifjaspellum geti leitað til dómstóla og fengið dóma yfir afbrotamönnum eins og við höfum fengið í dag.“