• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Sunnudagur, 24. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Lögreglan leitaði bíls sem hvarf ásamt barnabarni, á leikskólaaldri

ritstjorn by ritstjorn
28. júlí 2018
in Óflokkað
0
Share on FacebookShare on Twitter

Oftar en ekki fá mál hjá lögreglu farsælan endir þótt tvísýnt kunni að hafa verið um slíkt í upphafi. Þannig var því einmitt farið nýverið þegar kona á besta aldri hringdi í lögregluna og var mikið niðri fyrir. Raunar var hún í öngum sínum og var full ástæða til, en konan hafði lagt leið sína í ónefnda verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu til að sinna erindum sínum.

Gekk það snurðulaust framan af, en þegar hún hugðist halda til síns heima að því loknu vandaðist málið því bíllinn hennar var horfinn af bílastæðinu við verslunarmiðstöðina. Konan gerði það rétta í stöðunni, hringdi strax í lögregluna og tilkynnti um þjófnaðinn. Brugðist var skjótt við enda málið grafalvarlegt og snerist aldeilis um meira en hefðbundinn nytjastuld, ef þannig má að orði komast. Nei, það sem gerði málið svo alvarlegt var sú staðreynd að barnabarn konunnar var í bílnum og var það ekki heldur sjáanlegt á vettvangi.
Fjöldi lögreglumanna var kallaður til og hófst strax mikil leit að bílnum og barninu, sem er á leikskólaaldri. Gerðar voru ráðstafanir ef ske kynni að þjófurinn hefði ekið frá höfuðborgarsvæðinu og voru önnur lögregluembætti jafnframt upplýst um málið.
Leitin stóð hins vegar stutt yfir því eftir rúmar 10 mínútur, eða svo, var búið að leysa málið. Það var konan sjálf sem fann bæði bíllinn og barnið og það á bílastæði verslunarmiðstöðvarinnar eftir allt saman. Bíllinn hafði ekki verið færður úr stað allan tímann, en eftir á skýringin á öllu saman lá í því að konan fór út úr verslunarmiðstöðinni á öðrum stað en hún kom inn. Þeim megin fann hún ekki bíllinn sinn og barnabarnið og því fór af stað sú atburðarás sem áður er lýst.
Konunni var skiljanlega mjög létt eftir þessa slæmu upplifun, en hún var jafnframt mjög leið yfir öllu saman og þessar mínútur hafa örugglega reynst henni erfiðar og verið ansi lengi að líða. Mál af þessum toga eru svo sem ekki ný af nálinni og auðvitað getur það komið fyrir alla að vera stundum utan við sig, en hér fór allt vel og það er fyrir mestu.

Discussion about this post

  • Snjóaði hressilega sunnan- og suðvestanlands

    Tugmilljóna króna okurlán á Íslandi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Verð í Fríhöfninni – Allt að 43% dýrari á leiðinni heim

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Bubbi er ósáttur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Hamingjan er lífstíll sem fólk velur sér

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?