Lögregla var í tvígang kölluð að Egilshöll í Grafarvogi í nótt vegna líkamsárásar og ölvunar á staðnum. Upp úr miðnætti var ráðist á mann á svæðinu og hann kýldur og brotnuðu tennur í honum við það. Árásarmaðurinn var horfinn af vettvangi þegar að lögreglan kom.
Klukkutíma síðar kom lögreglan aftur, vegna drykkjuláta tveggja manna og annar þeirra réðist á lögreglumann og kýldi hann í andlitið. Lögreglan handtók báða mennina og vistaði þá í fangageymslum.
Tilkynnt var um konu sem var að ráðast á dyraverði við veitingahús í miðbænum. Konan var handtekin og færð á lögreglustöð og var síðan laus að lokinni skýrslutöku. Systir konunar var einnig á vettvangi og fór að tálma störf lögreglu á vettvangi og vildi með því hjálpa systur sinni. Hún fór ekki að fyrirmælum lögreglu á vettvangi og var því handtekinn og færð á lögreglustöð og síðar ekið heim. Báðar konurnar voru ölvaðar.
Þá var talsvert um ölvunar og fíkniefnaakstur á Höfuðborgarsvæðinu í nótt og náði lögreglan að stöðva nokkra ökumenn við slíkan akstur.