Tilkynnt var um umferðarslys / bílveltu á Bústaðavegi í gærkvöld. Ökumaðurinn var fluttur á Bráðadeild til aðhlynningar, ekki vitað um meiðsli en ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Við nánari athugun var ökumaðurinn með Covid-19 sýkingu og átti að vera í einangrun. Hann var fluttur í sóttvarnarhús eftir aðhlynningu. Skemmdir á ljósastaur, vegriði sem er stórskemmt og staur fyrir myndavélakassa.
Bifreiðin var flutt af vettvangi með Króki og aðstæður á vettvangi litu vægast sagt mjög illa út er blaðamaður skoðaði vettvang og það hefði getað farið miklu verr.
Umræða