Í lok 2. ársfjórðungs 2022 bjuggu 381.370 manns á Íslandi, 195.990 karlar, 185.290 konur og 100 kynsegin/annað. Landsmönnum fjölgaði því um 4.090 á ársfjórðungnum. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 243.550 manns en 137.820 á landsbyggðinni.
Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (180), Noregi (90) og Svíþjóð (120), samtals 380 manns af 530. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 1.170 til landsins af alls 4.520 erlendum innflytjendum. Úkraína kom næst, en þaðan fluttust 980 erlendir ríkisborgarar til landsins. Erlendir ríkisborgarar voru 59.490 eða 15,6% af heildarmannfjöldanum.
Mannfjöldinn er reiknaður eins og hann stendur samkvæmt þjóðskrá.
Umræða