Krafa um 400.000 kr. á mánuði
Kjaramál hafa verið mikið í umræðunni undanfarna mánuði og launþegahreyfingar hafa gefið það út að í komandi kjaraviðræðum verði allt annað viðmið haft en undanfarin ár þegar að kemur að launahækkunum og tillaga um 4% hækkun á launum í landinu hefur verið snarlega vísað á bug enda ekki í neinu samræmi við það sem að á undan er gengið í launahækkunum Kjararáðs t.d. sem að veitti sínum umbjóðendum margra tuga prósentu hækkanir og m.a. til þingmanna og ráðherra sem að fengu 45% hækkun á sínum launum á tímabilinu.
Verði þar m.a. litið til hækkana sem að Kjararáð hefur dæmt réttlátar hækkanir til sinna umbjóðenda en þar var um að ræða tuga og hundruða prósenta hækkanir til skjólstæðinga Kjararáðs. Sem að gat í mörgum tilfellum þýtt milljóna hækkanir ofan á svokölluð ofurlaun þeirra sem að heyrðu undir Kjararáð.
Prósentu hækkun á lægri laun skila miklu minni ávinningi fyrir þá lægst launuðu og aldraða og öryrkja en þá sem að höfðu milljón eða milljónir á mánuði og fengu prósentuhækkanir ofan á slíkar upphæðir. Launþegahreyfingin hefur einum rómi boðað að nú verði gripið til rótækra aðgerða til þess að vinda ofan af misskiptingunni í þjóðfélaginu og gefið það út að gripið verði til verkfalla sem að gætu t.d. stoppað allar flugsamgöngur til og frá landinu, og allra þeirra meðala sem að þarf til þess að ná fram markmiðum um alsherjar uppstokkun á kerfinu.
Nú hefur verið komið af stað undirskriftarsöfnun til þess að styðja kröfu aldraðra og öryrkja um 400.000 kr. lágmarks greiðslu á mánuði sem að skilar þeim 318.000 kr. eftir skatt.
,, Undirskriftasöfnun til stuðnings bættum kjörum aldraðra og öryrkja hófst í gær. Hún fór vel af stað og má segja,að hún sé komin á flug. Lögð er áhersla á, að elli-og örorkulífeyrir sé það lágur í dag, að hann dugi ekki fyrir framfærslukostnaði.
Undirskriftasöfnunin eigi að knýja fram það háan lífeyri að hann dugi vel fyrir framfærslukostnaði og geri öldruðum kleift að lifa áhyggjulausu ævikvöldi og tryggja að öryrkjar þurfti ekki að kvíða morgundeginum.
Eins og stjórnvöld skammta lífeyri í dag er lægsti lífeyrir það lár, að það er verið að brjóta mannréttindi á lægst launuðu öldruðum og 0ryrkjum.
Það er einnig verið að brjóta á þeim 76. grein stjórnarskrárinnar. Það þarf að hækka lífeyri i 318 þús. eftir skatt, 400 þús. fyrir skatt á mánuði til þess að aldraðir og öryrkjar geti lifað mannsæmandi lífi. Hér er miðað við þá sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. Ríkisvaldinu kemur það ekkert við, ef eldri borgarar hafa lífeyrissjóð.
Eldri borgarar eiga að njóta lífeyris úr lífeyrissjóði án skerðingar. Það er þeirra eign. Erla Magna Alexandersdóttir er ábyrgðarmaður undirskriftasfnunarinnar. Björgvin Guðmundsson styður hana.
AÐGERÐIR HEFJAST
Með undirskriftasöfnun þeirri sem hefst í dag til stuðnings kröfu um hærri lífeyri frá TR sem dugi til framfærslu og sómasamlegs lífs eldri borgara og öryrkja verða þáttaskil í baráttu eldri borgara. Aldraðir hafa kallað eftir aðgerðum. Þetta er fyrsti liðurinn í aðgerðum eldri borgara gegn stjórnvöldum. Nú ríður á,að samstaða sé nóg og þátttaka það mikil,að að það dugi til þess að stjórnvöld samþykki óskina um hækkun lífeyris. Það gengur ekki lengur,að eldri borgarar og öryrkjar geti ekki framfleytt sér af þeirri hungurlús sem ríkisvaldið skammtar lífeyrisfólki frá almannatryggingum.Tímabært er að lífeyrir hækki það myndarlega að aldraðir og öryrkjar geti lifað mannsæmandi lífi.“ Segir um undirskriftasöfnunina.
https://gamli.frettatiminn.is/2018/04/12/thingmenn-fa-45-haekkun-vinstri-stjornin-lysir-yfir-omoguleika-launahaekkun-ljosmaedra/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/07/04/48-rikisforstjorar-fa-launahaekkun-fra-kjararadi/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/05/24/laun-baejarstjora-haekkudu-um-50/