2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Miðflokkurinn leiðréttir ósannindi forsætis- og utanríkisráðherra

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

 

Formenn ríkisstjórnarflokkanna eru að flytja sínar fyrstu ræður um Orkupakka 3 í dag

Það vekur virkilega mikla athygli að nú fyrst í dag eru formenn ríkisstjórnarflokkanna að flytja sínar fyrstu ræður á Alþingi íslendinga um Orkupakka 3. Málið hefur verið í umræðunni í þjóðfélaginu undanfarna mánuði og er mjög umdeilt og allar kannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar er á móti innleiðingu orkupakka ESB. E.t.v. hefur það verið hluti að samningnum um að fjalla um Orkupakkann að formenn ríkisstjórnarflokkanna mundu í tilefni fundarins, flytja sínar fyrstu ræður um þetta mikilvæga mál í dag, en þeir sömdu um að komast fyrr í sumarfrí fyrr í sumar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flytur sína 46. ræðu um málið í dag og örugglega fleiri í kjölfarið.
Myndavélar taka því miður ekki myndir af salnum en þar má sjá fliss og grettur fylgjenda þriðja orku pakkanns.

 
Þá sá Miðflokkurinn sérstaka ástæðu til að bregðast við ósannindum forsætis- og utanríkisráðherra, þar sem ráðherrarnir segja að Sigmundur Davíð hafi samið um sæstreng við Cameron. Fréttatilkynning var birt um fund Davids Cameron og Sigmundar Davíðs þegar þeir voru forsætisráðherrar og funduðu um mögulegan sæstreng frá Íslandi til Bretlands og er hún hér að neðan.

 
 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

,,Nú hefst aftur umræða um þriðja orkupakkann á Alþingi. Jafnt og þétt hafa komið fram nýjar upplýsingar. Meðal annars um málaferli ESB gegn ríkjum sem hafa ekki boðið út nýtingarrétt virkjana (þ.m.t. vegna ríkisfyrirtækja sem byggðu upp virkjanir fyrir áratugum) og ítrekaðar fréttir af fyrirtæki sem segist vera með allt til reiðu til að leggja sæstreng til Íslands.“ Sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrir fundinn á Alþingi í dag.

,,Lögfræðingar hafa varað við því að með því að samþykkja orkupakkann gefum við eftir vald í orkumálum. Því hefur verið svarað til að það sé misskilningur og dómari sem benti á þetta fyrir þingnefnd mætti dónaskap í stað spurninga.
Nú endurtekur hver stjórnarliðinn af öðrum línuna „það hefur ekkert nýtt komið fram“.
Ekkert nýtt?
Fyrir skömmu sendi Evrópusambandið sjálft frá sér fréttatilkynningu sem ætti að eyða öllum vafa. Þótt ég hefði fengið að skrifa fréttatilkynninguna sjálfur, með það að markmiði að staðfesta það sem við höfum varað við, hefði ég ekki getað gert það betur.
Tilkynningin:
„Í dag ákvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að stefna Belgíu fyrir Evrópudómstólinn fyrir að hafa ekki tryggt rétta innleiðingu Evrópureglna um raforkumarkaðinn (orkutilskipun, tilskipun 2009/72/EC) og gasmarkaðsreglur ESB (gastilskipun, tilskipun 2009/73/EC). Báðar reglugerðir eru hluti af þriðja orkupakkanum og innihalda grundvallar ákvæði fyrir rétta virkni orkumarkaða.
Belgía lögleiddi ekki með réttum hætti ákveðnar reglur um vald landsreglarans [það sem Orkustofnun á að verða á Íslandi]. Það á alveg sérstaklega við um þá staðreynd að belgíski landsreglarinn hefur ekki fengið vald til að taka bindandi ákvarðanir um raforku- og gasverkefni en getur bara komið með tillögur til stjórnvalda um að taka slíkar ákvarðanir.
Það sama á við um að skilyrði fyrir tengingu við raforku- og gaskerfi Evrópu skuli sett af belgískum stjórnvöldum fremur en landsreglaranum, eins og löggjöfin gerir kröfu um.
Loks tryggja belgísk lög ekki að raforku- og gasflutningsfyrirtæki stjórni í raun öllu dreifikerfinu sem þau bera ábyrgð á. Fyrir vikið er ekki víst að þau séu í stöðu til að tryggja að fullu jafnan aðgang allra raforku- og gasframleiðenda að dreifikerfinu.”
https://europa.eu/rapid/press-release_IP-19-4254_en.htm
Hér heima halda menn samt áfram að hjakka í sama farinu. „Ekkert nýtt …hefur engin áhrif…“
Hvernig er þetta hægt?“  Sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrir fundinn á Alþingi í dag.