-3.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 8. febrúar 2023
Auglýsing

Sigmundur Davíð segir Bretland gera rétt að yfirgefa ESB í viðtali við Sky News

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í viðtali við Sky News í morgun vegna ESB en mikil umræða var um BREXIT í morgun á Sky News. Viðtalið var tekið í stúdíói RÚV nú í morgun og tækniklúður var á útsendingunni en þó náðist að sjónvarpa ágætis viðtali við Sigmund Davíð.

Þáttarstjórnandinn kynnti Sigmund Davíð sem fyrrverandi forsætisráðherra og sagði að um væri að ræða beina útsendingu og sagði jafnframt í kynningunni að Sigmundur Davíð teldi að Bretland gæti lært af reynslu Íslands vegna samskipta landsins við ESB.
Sigmundur Davíð var spurður um hvort að það væri rétt af Bretlandi að draga sig út úr ESB samstarfinu, og svaraði Sigmundur Davíð því til, að það væri enginn vafi á því.  Bretland mundi öðlast aftur sitt fyrra sjálfstæði utan ESB og gæti framvegis tekið sjálfstæðar ákvarðanir, byggðar á þeim aðstæðum sem að væru fyrir í heimalandinu en ekki á aðstæðum sem að væru eingöngu til hagsbóta fyrir ESB.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fagnaði úrgöngu breta úr ESB

Mikilvægar ákvarðanir væru þá teknar á grundvelli þess hvað væri best fyrir Bretland, á lýðræðislegum forsendum, en ekki á ákvörðunum sem að byggðust á því, hvað væri best fyrir ESB.
Til langtíma, þá yrði ákvörðun Bretlands um að yfirgefa ESB landinu til mikilla hagsbóta en auðvitað mætti reikna með skammtíma áhrifum eins og sveiflu á gjaldmiðlinum o.þ.h. sem að væru bara skammtíma áhrif sem munu jafna sig fljótt.
Utan ESB, væru lönd sjálfstæð varðandi sínar náttúruauðlindir

Sigmundur Davíð benti á kosti þess að vera með tímabundinn samninga, til hliðar við ESB og öðlast þannig ýmis réttindi sem að felast í EES varðandi viðskipti og tollamál ofl. Þar væru t.d. fríverslunarsamningar mikilvægir og frjálst flæði fólks innan EES ofl. væru mikilvægir samningar sem að vert væri að halda í.
En með því að standa fyrir utan ESB, þá væru lönd sjálfstæð hvað varðar sínar náttúruauðlindir eins og t.d. aðgang að sjávarauðlindum og öðrum auðlindum sem að tilheyra hverju landi fyrir sig.
Þá var Sigmundur Davíð spurður hvort að það væri rangt af Bretlandi að yfirgefa ESB án samnings, þá svaraði hann því til að landið yrði fljótlega sterkara efnahagslega heldur en það hefði nokkurn tíman verið og að það mundi taka stuttan tíma. Hann efaðist ekki um að vel mundi spilast úr úrgöngunni og mælti með að Bretland mundi gera hliðarsamning við ESB á síðari stigum og voru það lokaorðin í viðtalinu.
https://www.facebook.com/midflokkurinn.is/videos/700967743664342/

Orkupakki 3

Þá segir Sigmundur Davíð í dag að ,,nú hefjist aftur umræða um þriðja orkupakkann á Alþingi. Jafnt og þétt hafa komið fram nýjar upplýsingar. Meðal annars um málaferli ESB gegn ríkjum sem hafa ekki boðið út nýtingarrétt virkjana (þ.m.t. vegna ríkisfyrirtækja sem byggðu upp virkjanir fyrir áratugum) og ítrekaðar fréttir af fyrirtæki sem segist vera með allt til reiðu til að leggja sæstreng til Íslands.
Lögfræðingar hafa varað við því að með því að samþykkja orkupakkann gefum við eftir vald í orkumálum. Því hefur verið svarað til að það sé misskilningur og dómari sem benti á þetta fyrir þingnefnd mætti dónaskap í stað spurninga.
Nú endurtekur hver stjórnarliðinn af öðrum línuna „það hefur ekkert nýtt komið fram“.
Ekkert nýtt?
Fyrir skömmu sendi Evrópusambandið sjálft frá sér fréttatilkynningu sem ætti að eyða öllum vafa. Þótt ég hefði fengið að skrifa fréttatilkynninguna sjálfur, með það að markmiði að staðfesta það sem við höfum varað við, hefði ég ekki getað gert það betur.
Tilkynningin:
„Í dag ákvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að stefna Belgíu fyrir Evrópudómstólinn fyrir að hafa ekki tryggt rétta innleiðingu Evrópureglna um raforkumarkaðinn (orkutilskipun, tilskipun 2009/72/EC) og gasmarkaðsreglur ESB (gastilskipun, tilskipun 2009/73/EC). Báðar reglugerðir eru hluti af þriðja orkupakkanum og innihalda grundvallar ákvæði fyrir rétta virkni orkumarkaða.
Belgía lögleiddi ekki með réttum hætti ákveðnar reglur um vald landsreglarans [það sem Orkustofnun á að verða á Íslandi]. Það á alveg sérstaklega við um þá staðreynd að Belgíski landsreglarinn hefur ekki fengið vald til að taka bindandi ákvarðanir um raforku- og gasverkefni en getur bara komið með tillögur til stjórnvalda um að taka slíkar ákvarðanir.
Það sama á við um að skilyrði fyrir tengingu við raforku- og gaskerfi Evrópu skuli sett af belgískum stjórnvöldum fremur en landsreglaranum, eins og löggjöfin gerir kröfu um.
Loks tryggja belgísk lög ekki að raforku- og gasflutningsfyrirtæki stjórni í raun öllu dreifikerfinu sem þau bera ábyrgð á. Fyrir vikið er ekki víst að þau séu í stöðu til að tryggja að fullu jafnan aðgang allra raforku- og gasframleiðenda að dreifikerfinu.
https://europa.eu/rapid/press-release_IP-19-4254_en.htm
Hér heima halda menn samt áfram að hjakka í sama farinu. „Ekkert nýtt …hefur engin áhrif…“
Hvernig er þetta hægt?“ Segir Sigmundur Davíð að lokum.
—–
Það hefur ekki farið framhjá neinum á Íslandi að síðasliðna mánuði hefur þjóðin klofnað í afstöðu sinni til tilskipunar ESB um Orkupakka 3 en þar kemur greinilega fram að meirihluti þjóðarinnar er algerlega á móti tilskipuninni. En líklega mun ríkisstjórnin samþykkja skipun ESB án lýðræðislegrar aðkomu íslendinga en alllar kannanir sýna að almenningur er á móti Orkupakka 3. M.a. hafa verið stofnuð mótmælasamtök og má búast við að þessu máli sé hvergi lokið, þó það nái fram að ganga hjá ríkisstjórninni.
https://frettatiminn.is/2019/08/27/saestrengsverkefni-milli-islands-og-bretlands-er-tilbuid-og-fullfjarmagnad-allt-klappad-og-klart/