Íslendingur hafði heppnina með sér í kvöld þegar dregið var í EuroJackpot. Um 2. vinning er að ræða og fá vinningshafarnir rúmar 95,6 milljónir króna hver. Miðinn góði var keyptur hjá N1 á Ísafirði en sjö miðahafar skiptu vinninginum með sér, hinir miðarnir voru keyptir í Litháen, tveir í Finnlandi og þrír í Þýskalandi. Gaman er að segja frá því að þetta er í 4 sinn á innan við tveimur árum sem 2. vinningur í EuroJackpot kemur til Íslands.
1. vinningur gekk einnig út en það var stálheppinn Finni og hlýtur hann tæplega 5,7 milljarða króna í sinn hlut. Níu miðahafar skiptu svo með sér 3. vinningi og fá þeir rúmar 13,6 milljónir hver. Miðarnir voru keyptir í Svíþjóð, Ungverjalandi, Slovakíu, Póllandi, tveir í Þýskalandi og þrír í Finnlandi.
Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hver í vinning. Miðarnir voru keyptir í Lottó appinu og í N1, Borgartúni 39 í Reykjavík.