-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Maður lést eftir að ísbjörn réðist á hann

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Ferðamaður lést eftir að ísbjörn réðist á hann að næturlagi. Um var að ræða erlendan ferðamann sem var á tjaldsvæði í höfuðstaðnum Longyearbyen á Svalbarða. Ísbjörnin var drepinn en það náðist að elta hann uppi á þyrlu þar sem skytta var með í för.
Sýslumaðurinn fékk tilkynningu um atvikið um klukkan 03.50 í nótt um að einstaklingur á tjaldstæði hefði slasast eftir árás ísbjarnar. Okkur var líka sagt að það hefði verið skotið á hvítabjörninn, en vissum ekki þá hvar björninn væri, segir Sølvi Elvedahl. Maðurinn sem ráðist var á var sendur á sjúkrahús en var úrskurðaður látinn af lækni skömmu síðar. Maðurinn verður krufinn til að kortleggja meiðslin og fyrir skýrslugjöf.
Hinn látni bjó á tjaldstæðinu ásamt öðrum ferðamönnum en nú í morgun voru nokkur tjöld eftir á nánast tómu tjaldstæðinu, sumir þeirra sem bjuggu á tjaldstæðinu voru reyndir fararstjórar. Enginn annar slasaðist en sex manns sem voru á vettvangi voru fluttir á sjúkrahús, þar sem heilbrigðisstarfsfólk veitti þeim áfallahjálp s.l. föstudag.
Fram kemur í frétt NRK að um sé að ræða sjötta aðilann sem er drepinn af ísbirni á Svalbarða
https://www.nrk.no/tromsogfinnmark/utenlandsk-mann-drept-av-isbjorn-pa-svalbard-1.15138504