Eldur logar í húsnæði þvottahússins Vasks á Egilsstöðum. Slökkvilið kom á vettvang á fimmta tímanum og reynir nú að varna því að eldur komist í samliggjandi húsnæði Landsnets. Rúv, greindi fyrst frá.
Ekkert er enn vitað um eldsupptök. Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður RÚV á Austurlandi, sagði í útvarpsfréttum klukkan fimm að mikill svartur reykjarmökkur leggi yfir alla Egilsstaði.
„Það má segja að hálft húsið hafi verið alelda hér á tímabili og slökkviliðinu gekk illa til að byrja með að minnka eldinn. Það var í raun ekki fyrr en slökkvilið Isavia á Egilsstaðaflugvelli kom á staðinn líka með mjög öflugar dælur sem það fór eitthvað að sljákka í eldinum. Og mér sýnist svona á öllu að slökkviliðinu sé að takast að slökkva í þeim hluta hússins sem snýr að Landsneti. En þetta er gríðarlega mikill eldur, húsið er gjörsamlega alelda.“ Sag’i Rúnar Snær.
Umræða