• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Þriðjudagur, 1. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Ekki bara peningaþvætti, mútur og skattasniðganga

Ekki bara peningaþvætti, mútur og skattasniðganga

Árásir Samherja á einstaka embættis- og blaðamenn taka svo hlutina alveg á nýtt og áður óþekkt stig

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
28. september 2024
in Fréttir, Innlent
A A
0

Viðbrögð stjórnenda Samherja í kjölfar Seðlabankamálsins og Namibíuskjalanna gefa t.d. tilefni til að ætla að þeir telji sig lúta öðrum lögmálum og annað fólk.

Umdeild hefur sú æpandi þögn sem hefur verið á meðal stjórnmálamanna á Alþingi, vegna framgöngu stjórnenda Samherja hf. svo eftir hefur verið tekið í þjóðfélaginu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, var fyrstur flokksformannna til að rjúfa þá æpandi þögn.

,,Þegar ég var að alast upp á Akureyri fyrir nokkrum áratugum áttaði maður sig vissulega á að einstaka fjölskyldur voru efnaðri en restin af bæjarbúum. Þetta birtist aðallega í einbýlishúsi, Volvo og lítilli auka bifreið. Jú svo fóru þessar fjölskyldur stundum í utanlandsferðir sem var frekar sjaldgæft þá.

Að öðru leyti tók maður lítið eftir þessu. Börn þessa efnafólks gengu með manni í skóla og strákarnir spiluðu með manni fótbolta. Hugsanlega hafa þau átt Millet úlpur eða flottari takkaskó en ég tók þá að minnsta kosti ekki eftir því.

Síðan þá hefur gríðarlegur auður safnast á enn færri hendur og örfáir einstaklingar ríkari en hægt er að átta sig á. Ein ástæðan er aðgangur þeirra að sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Hluti þessa auðs hefur síðan leitað í aðrar greinar og sömu aðilar hreiðrað um sig í orkugeiranum, trygginga- og bankastarfsemi, matvörukeðjum, flutningastarfsemi, húsnæðismarkaði og jafnvel fjölmiðlum.

Þetta eitt og sér er hættuleg þróun og endar að lokum í því að lýðræðið lætur í minnipokann fyrir auðræðinu. Og við þurfum virkilega að taka það alvarlega þegar seðlabankastjóri landsins segir: „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum.”
Við höfum líka orðið vör við það að sumir þessir sturtríku manna haga sér eins og um þá eigi að gilda önnur lög og aðrir mannasiðir.

Viðbrögð stjórnenda Samherja í kjölfar Seðlabankamálsins og Namibíuskjalanna gefa t.d. tilefni til að ætla að þeir telji sig lúta öðrum lögmálum og annað fólk.

Vissulega eru menn saklausir þangað til sekt er sönnuð en ótal margir hafa þurft að sæta rannsókn og haft stöðu sakborninga, án þess að hafa efni á að ráðast í allsherjar áróðursstríð, og dettur það sjálfsagt ekki í hug. Og munum að þær ásakanir sem nú eru til rannsóknar eru með þeim alvarlegustu sem sést hafa í viðskiptum. Þær snúast nefnilega ekki bara um peningaþvætti, mútur og skattasniðgöngu, heldur varða þær ljót samskipti við fátækt ríki, í álfu sem Vesturlönd hafa traðkað á í meira en 100 ár – og á verulega undir högg að sækja, ekki síst af þeim sökum.

Árásir Samherja á einstaka embættis- og blaðamenn taka svo hlutina alveg á nýtt og áður óþekkt stig og grafa undan því að fólk sem sinnir eftirliti og aðhaldi geti sinnt störfum sínum óhrætt.“

Þegar ég var að alast upp á Akureyri fyrir nokkrum áratugum áttaði maður sig vissulega á að einstaka fjölskyldur…

Posted by Logi Einarsson on Sunday, 25 April 2021

 

Umræða
Share247Tweet1
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Salmonella staðfest

    Salmonella staðfest

    28 deilingar
    Share 11 Tweet 7
  • Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði

    16 deilingar
    Share 6 Tweet 4
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    22 deilingar
    Share 9 Tweet 6
  • Ungar konur réðust á gamla konu og stungu hana og lömdu

    84 deilingar
    Share 34 Tweet 21
  • Strandveiðisjómaður lést

    3 deilingar
    Share 1 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?