Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust mjög alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð s.l. miðvikudagsmorgun. Berjast enn fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi að sögn Þórunnar Öldu Gylfadóttur, móður Sólrúnar. Þá var bænastund haldin í Grindavíkurkirkju á föstudag vinkonur hennar efndu til bænastundarinnar.
Í færslu Þórunnar Öldu, segir að að Sólrún og Rahmon standi sig eins og hetjur í baráttunni en að löng og ströng endurhæfing sé framundan og þakkar fjölskyldu og vinum fyrir hlýja strauma sem fjölskyldunni hafa borist.
Þórunn Alda þakkar öllum fyrir allan þann stuðning sem sýndur hefur verið bendir á að búið sé að opna styrktarreikning sem verði notaður til hjálpar og lýsir yfir miklu þakklæt en hægt er að lesa alla færsluna hér að neðan:
https://www.facebook.com/thorunnalda/posts/10220532536246328