Hugleiðingar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands
Hægur vindur og yfirleitt bjart veður í dag, en suðvestan 8-13 m/s og úrkomulítið norðvestantil á landinu. Eftir kalda nótt hlýnar í veðri, hiti víða 1 til 6 stig síðdegis en áfram frost í innsveitum norðaustanlands. Seint í kvöld fer að rigna á Vesturlandi. Suðvestan 5-15 m/s á morgun, hvassast norðan heiða. Skýjað veður og súld eða dálítil rigning um landið vestanvert. Hiti 1 til 8 stig. Það er útlit fyrir svipað veður á miðvikudag, en þó lægir heldur.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 8-13 og úrkomulítið NV-til í dag, hægari vestlæg átt og víða léttskýjað annars staðar. Hlýnandi, hiti 0 til 5 stig síðdegis en vægt frost í innsveitum á NA-landi. Í kvöld fer að rigna V-lands.
Suðvestan 8-15 á morgun, en hægari sunnan heiða. Skýjað en þurrt að kalla á A-verðu landinu, annars súld eða dálítil rigning. Hiti 1 til 8 stig.
Spá gerð: 28.10.2019 04:37. Gildir til: 29.10.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðvestan 5-10 m/s og rigning öðru hverju, en slydda til fjalla. Hiti 1 til 6 stig. Hægari og bjartviðri á A-verðu landinu og hiti kringum frostmark.
Á fimmtudag:
Suðvestan 5-10 m/s og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulaust að kalla fyrir austan. Snýst í norðan 5-10 með éljum NV til um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig.
Á föstudag:
Austlæg átt og stöku skúrir eða él, en hvessir og fer að rigna syðst um kvöldið og hlýnar smám saman í veðri.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir stífa austanátt með rigningu, einkum A-lands og fremur milt veður.
Spá gerð: 28.10.2019 08:07. Gildir til: 04.11.2019 12:00.