Hugleiðingar veðurfræðings
Vestlæg átt 5-13 m/s í dag og víða bjart veður, en stöku él norðvestantil. Hiti kringum frostmark, en kólnar í kvöld. Vaxandi suðaustanátt á morgun, 10-18 m/s og fer að rigna seinnipartinn, en hægari og yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýnandi, hiti 1 til 6 stig seint á morgun. Á miðvikudag er útlit fyrir suðaustanátt með rigningu, þó síst norðaustanlands. Hiti 6 til 12 stig.
Veðuryfirlit
300 km N af Melrakkasléttu er 982 mb lægð sem hreyfist N og gynnist heldur. Um 1000 km A af Nýfundnalandi er 980 mb lægðasvæði á NA-leið.
Veðurhorfur á landinu
Vestlæg átt í dag, yfirleitt 5-13 m/s og bjart veður, en sums staðar skúrir eða él á Vesturlandi. Kólnandi veður, frost 0 til 5 stig í kvöld, en víða frostlaust við ströndina.
Vaxandi austan- og suðaustanátt á morgun, 10-18 m/s og rigning síðdegis, en hægari og þurrt norðanlands. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig seinnipartinn.
Spá gerð: 28.11.2022 03:50. Gildir til: 29.11.2022 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Snýst í hæga sunnanátt í dag, skýjað með köflum og hiti 0 til 4 stig. Vaxandi suðaustanátt á morgun og fer að rigna, 10-18 m/s seinnipartinn. Heldur hlýnandi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðaustan 10-15 m/s og rigning, en hægara og úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 5 til 10 stig.
Á fimmtudag (fullveldisdagurinn):
Sunnan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig.
Á föstudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og smá skúrir eða slydduél, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 0 til 7 stig.
Á laugardag:
Hægir vindar og víða bjartviðri, en sunnankaldi og skýjað vestast. Hiti nærri frostmarki.
Á sunnudag:
Suðvestanátt og skýjað að mestu, en léttskýjað norðaustantil. Hlýnar heldur.
Discussion about this post