
Ég hef heyrt að stjórnendur/forstjórar innan úr lífeyrissjóðakerfinu geri nú dauðaleit að afsökunum fyrir því að þurfa ekki að fylgja fordæmi bankanna um niðurfellingu vaxta og verðbóta, í þrjá mánuði, til handa Grindvíkingum. Það er auðvitað ekkert í lögum sem bannar sjóðunum að gera þetta. Engin lagaóvissa, Ekkert!
Ég hef fengið staðfest að forstjórar sjóðanna eru búnir að dusta rykið af 72gr. Stjórnarskrárinnar um eignarétt.
Já hugsið ykkur! Að loksins rís skrýmslið upp af föstum svefni þegar umræða er um hvort nokkrir sjóðfélagar fái sáralitla eftirgjöf af skuldum sínum við nokkra lífeyrissjóði. Eftirgjöf sem hefur engin áhrif á tryggingafræðilega stöðu þeirra eða áunnin réttindi í sjóðunum.
Og það þurfti þetta til. Eftir áratuga eignaupptöku ríkisins á verðbættum lífeyri landsmanna í gegnum skerðingar hafa lífeyrissjóðirnir og landssamtök þeirra vaknað. Og þau vöknuðu ekki við jarðskjálftana, ekki við eldgos, ekki við áratuga eignarnám á lífeyri vegna skerðinga heldur við sanngirniskröfu sinna eigin sjóðfélaga.
Já þetta er rotið kerfi!
FORMAÐUR V.G. FAGNAR 165.000,- OG TELUR ÞAÐ EÐLILEGA HÆKKUN NÚ