Rúm 80% þjóðarinnar telja núverandi fyrirkomulag húsnæðislána ósanngjarnt
Þetta kemur fram í nýrri þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Alþýðusamband Íslands (ASÍ).
Spurt var: Hversu sanngjarnt eða ósanngjarnt telur þú núverandi fyrirkomulag húsnæðislána?
Alls kváðust 47% aðspurða telja núverandi fyrirkomulag húsnæðislána mjög ósanngjarnt og 34% sögðu það frekar ósanngjarnt.
Einungis 8% töldu fyrirkomulagið frekar (6%) eða mjög sanngjarnt (2%). Þá tóku 11% ekki beina afstöðu.
Umræða