Erlendur karlmaður á þrítugsaldri varð fyrir líkamsárás tveggja manna í hverfi 101. Talið að einhverskonar málmáhald hafi verið notað við árásina. Þolandi hlaut áverka í andliti og var nokkuð vankaður eftir. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Málið er rannsakað sem hugsanlegur hatursglæpur.
Þá var í morgun tilkynnt um nytjastuld bifreiðar (þjófnað á bifreið) í hverfi 108. Um er að ræða Toyota Corolla ljósgrá að lit, árgerð 2005. Skráningarmerki TP-431.
Öryggisvörður í verslun óskaði eftir aðstoð lögreglu í hádeginu vegna þjófnaðar (búðarhnupls). Sakborningur var látinn laus að lokinni skýrslutöku á vettvangi. Hann viðurkenndi verknaðinn og sagði að tilgangurinn hefði verið að fjármagna fíkniefnaneyslu sína.