Frá miðnætti hafa um 400 skjálftar mælst á svæðinu við Fagradalsfjall, mun færri en á sama tíma í gær
Í gær 27. desember mældist jarðskjálfti af stærð 3,0 um 2 km vestan Kleifarvatns, kl. 08:25 mældist jarðskjálfti þar af stærð 3,6 skammt. Þessir jarðskjálfar eru túlkaðir sem gikkskjálftar og talið er að orsök þeirra megi rekja til aukins þrýstings við Fagrdalsfjall vegna kvikusöfnunar.
Í gær hefur um 2200 skjálftar mælst á svæðið og aðeins hefur dregið ur virkni. Frá því að hrinan hófst hafa rúmlega 19 þúsund skjálftar mælst, þar af fjórtán 4,0 eða stærri að stærð.
ATH Gikkskjálftum fylgir gjarnan grjóthrun og eru ferðamenn hvattir til að sýna aðgát í bröttum hlíðum.
Umræða