Í fréttatilkynningu Indó banka er greint frá því að 46.000 manns hafi stofnað reikning hjá indó á árinu og að viðskiptavinir bankans hafi sparað 347 milljónir króna með því að nota kort frá indó. Bankinn rukkar hvorki færslugjöld eða gjaldeyrisálag og segir að þau gjöld séu „óþarfa bullgjöld.“
Þá sagði heimldarmaður sem rekur fyrirtæki að einn af gömlu bönkunum hafi neitað honum um fyrirgreiðslu vegna þess að fyrirtækið lagði laun starfsmanna inn á Indó reikninga.
Þrátt fyrir að fyrirtækið væri í viðskiptum við bankann. Það er vel þess virði að skoða kjörin sem Indó býður upp á hér neðar á síðunni.
Umræða