Í dag hefur verið norðlæg átt, 10-18 m/s á Vestfjörðum, en annars hægari. Víða él um N-vert landið og mældist úrkoman mest 13 mm á Egilsstaðaflugvelli. Sunnan heiða var allvíða bjart veður. Frost víða á bilinu 2 til 12 stig, en kaldast var 20 stiga frost á flugvellinum á Sauðárkróki snemma í morgun. Samantekt gerð: 29.01.2019 18:26.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt, víða 8-13 m/s og él, en yfirleitt léttskýjað S-til á landinu. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum. – Spá gerð: 29.01.2019 21:22. Gildir til: 31.01.2019 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-8 m/s og léttskýjað, frost 5 til 10 stig. – Spá gerð: 29.01.2019 21:24. Gildir til: 31.01.2019 00:00.
Veðuryfirlit
250 km A af Jan Mayen er 987 mb lægð sem þokast, en skammt 200 km S af Færeyjum er 982 mb lægð á SA-leið. 1022 mb hæðarhryggur er yfir NA-Grænlandi. – Samantekt gerð: 29.01.2019 20:07.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðanátt, víða 8-13 m/s. Él N-til á landinu, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 12 stig.
Á föstudag:
Minnkandi norðanátt og él N-lands, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Herðir á frosti.
Á laugardag:
Hæg sunnanátt og bjartviðri, en él syðst. Talsvert frost. Vaxandi suðaustanátt með snjókomu S-til um kvöldið og dregur úr frosti.
Á sunnudag:
Suðlæg eða breytileg átt og snjókoma eða él, en styttir víða upp þegar líður á daginn. Frost 0 til 8 stig.
Á mánudag:
Suðaustanátt og víða léttskýjað, en skýjað SV-lands. Frost 0 til 12 stig, kaldast á N- og A-landi.
Á þriðjudag:
Austanátt og slydda eða snjókoma, en þurrt um landið N-vert.
Spá gerð: 29.01.2019 20:23. Gildir til: 05.02.2019 12:00.