Lögreglumaður í lögreglunni á Suðurlandi sætir nú ákæru héraðssaksóknara vegna slyss sem varð þegar bifreið sem ölvaður ökumaður ók var, með lögreglubifreið, þvinguð út af Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra og valt. Við slysið hlaut ökumaður umræddrar bifreiðar m.a. beinbrot.
Lögregla býr við það að sæta skoðun á störfum sínum af hálfu ákæruvalds og eftir atvikum dómstóla í öllum sínum verkum. Það er hinn eðlilegi farvegur þessara mála innan þess réttarvörslukerfis sem lýðræðið byggir á.
Yfirstjórn embættisins hefur farið yfir málið og mat hennar er að þrátt fyrir útgáfu ákærunnar sé ekki tilefni til að breyta eða færa starfsvettvang viðkomandi starfsmanns með neinum hætti meðan á meðferð málsins stendur fyrir dómi. Embættið mun að öðru leiti en þessu ekki tjá sig um málið meðan á meðferð þess stendur fyrir dómstólum.