Karl Berndsen lést í gær. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein.
Karl eða Kalli Berndsen eins og hann var oftast kallaður starfaði sem hárgreiðslu- og förðunarmeistari og var um tíma með sjónvarpsþátt. Hann var fæddur þann 1. ágúst 1964.
Veikindi Kalla voru til umfjöllunar árið 2013 og fyrst var talið að hann væri með heilaæxli en síðar kom í ljós að hann var með krabbamein í eitlum. Hann fór í margar aðgerðir og lá m.a. í dái í 3 mánuði.
Umræða