Dagur B. vændur um spillingu í myndbandi
Gísli Marteinn Baldursson dagskrárgerðarmaður segir á Twitter-síðu sinni „nú er nóg komið“ og á þar að öllum líkindum við skotárás sem gerð var á bíl Dags B. Eggertssonar fyrir skemmstu. Mbl.is fjallaði um málið og segir að Þar eigi Gísli Marteinn við um myndband hér að neðan sem framleitt var fyrir aðgerðarhópinn Björgum Miðbænum, en Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, talar undir í myndbandinu.
,,Meðal þess sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í viðtali við RÚV í gærkvöld um fyrrgreinda skotárás er að hún beindist að heimili hans. „Það er auðvitað höggvið ansi nærri manni þegar heimili manns, því þar bý ekki bara ég heldur fjölskylda mín og krakkarnir,“ sagði Dagur við RÚV.“
https://youtu.be/B-IPhcuTSOc
https://gamli.frettatiminn.is/28/01/2021/skotaras-a-bifreid-borgarstjora-tilkynning-fra-logreglu/