Íslenska kvótakerfið brýtur í bága við Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Mannréttindadómstóll komst að þeirri niðurstöðu þegar dómur var kveðin upp að séu fiskiskip sem séu það öflug við Íslandsstrendur að hætta stafi af þeim og að þau geti útrýmt auðlind landsmanna. En frá því að þessi dómur var kveðinn upp árið 2003, hafa aflaheimildir dregist saman um nær helming. Ekki er flókið að skilja þá niðurstöðu, þar sem ný skip hafa verið byggð mun öflugri og stærri og með margfalt meiri togkraft samhliða meira eyðingarafli.
Þrátt fyrir að viðvörun væri gefin frá sjálfum Mannréttindadómstóli Evrópu, þá hafa íslensk stjórnvöld hundsað dómstólinn. ÞAR SEGIR AÐ FISKISTOFNUM STAFI HÆTTA Á OFVEIÐI VEGNA ÞESS HVERSU ÖFLUG SKIPIN ERU ORÐIN OG STAFI HÆTTA FYRIR STOFNA ÍSLENDINGA Þess vegna má gefa sér að fylgni samdráttar í aflaheimildum sé ekki tilkomin vegna ásóknar smábáta í Strandveiðikerfi. Heldur sé ástæðan mun líklegri vegna ofurskipa stórútgerðar og þeira eyðingarafla sem þau skip kunna að hafa valdið lífríki sjávar. Kvótakerfið var upphaflega hugsað til að vernda fiskinn en fór fljótlega að breytast í það að vernda kvótahafana og sérstaklega þá sem braska í kerfinu. Niðurstaðan í dag, 35 árum síðar er sú að kerfið er ónýtt, við erum núna með helmingi minni fiskistofn en þá. Vegna óstjórnar og heimsku ráðamanna.
VÆRUM MEÐ STOFN Í 500.000 TONNUM EF RÍKISSTJÓRNIN HEFÐI HLUSTAÐ
VIÐ VÆRUM MÖGULEGA MEÐ STOFN Í 500.000 TONNUM EF RÍKISSTJÓRNIN HEFÐI HLUSTAÐ OG LESIÐ OG FARIÐ EFTIR EN ÞESS I STAÐ DINGLUM VIÐ Í 250.000 TONNUM Í DÓMNUM SEM VAR AÐ MÍNU ÁLITI VIÐVÖRUN UM AÐ STÆKKA EKKI SKIPIN NÉ AÐ SAMÞYKKJA AÐ ÞAU HEFÐU MEIRI EIÐINGARAFL Á LÍFRÍKI SJÁVAR.
AÐ GEFA SMÁBÁTAVEIÐAR FRJÁLSAR MUN ALDREI HAFA ÁHRIF Á LÍFRÍKIÐ NÉ AÐ ÞEIR HAFI EYÐINGARAFL SEM SKAÐAÐ GETI AUÐLINDINA Á NOKKURN HÁTT ENDA HEFUR ENGIN FÆRT SÖNNUR Á SLÍKT. AÐ 4 TÖLVU HANDFÆRARÚLLUR MEÐ NOKKRA KRÓKA HANGANDI VIÐ HAFSBOTN MUNI Á NEINN HÁTT HAFA SKAÐLEG ÁHRIF Á LÍFRÍKI SJÁVAR.
Óstjórn í ónýtu kvótakerfi
Tveir sjómenn stefndu íslenska ríkinu fyrir að hlíta ekki áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að fiskveiðistjórnunarkerfið bryti í bága við alþjóðasamninga. Sjómennirnir voru í byrjun árs 2003 dæmdir í Hæstarétti sekir um brot á fiskveiðistjórnunarlögum. Þeir höfðu á sínum tíma sótt um kvóta í samræmi við aflareynslu sína en umsókn þeirra var hafnað. Þá ákváðu þeir að róa kvótalausir til að fá úr því skorið hvort kvótakerfið íslenska bryti í bága við lög.
Íslenska ríkið er skuldbundið til að rétta hlut sjómannanna, þar á meðal greiða þeim skaðabætur
Dómi hæstaréttar skutu þeir til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem komst að þeirri niðurstöðu í árslok 2007 að íslenska kvótakerfið bryti í bága við Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, nánar tiltekið við 26. grein sáttmálans um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Mannréttindanefndin ályktaði einnig að íslenska ríkið sé skuldbundið til að rétta hlut sjómannanna, þar á meðal greiða þeim skaðabætur.
Hópmálsókn fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu
Magnús Guðbergsson skipstjóri á Suðurnesjum hóf umræðu um að stefna íslenskum stjórnvöldum enn á ný á grundvelli fyrra dóms. Þá sé það kristaltært að smábátar geti ekki ollið þeim skaða á lífríkinu í hafinu að og fleiri taka þátt í umræðunni og styðja það að menn rísi upp gegn kvótakerfinu, kerfi sem sé ónýtt.,,Þessi gjörningur er hugsaður þannig að allir sem leggja fé í þessar aðgerðir sem stofnað verður hf. utan um og mætti heita Réttlæti hf. Verða aðilar að réttlæti til handa þjóðinni enda verður það þjóðin sem á endanum rekur málið fyrir dómstólum. Ef hver einasti íslenskur ríkisborgari leggur málefninu lið með 500 krónum að lágmarki, er viðkomandi búinn að lýsa vantrausti á núverandi fiskveiðakerfi.
Þjóðin á kvótann samkvæmt lögum
Blaðamaður Fréttatímans spyr Magnús að því hver krafan verði fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu? ,,Hérna á Suðurnesjum er rúmlega 20% atvinnuleysi og við eigum örugglega eftir að sjá það fara vel yfir 30% í Covid, en við erum með báta hérna við bryggjur sem meiga ekkert gera.
Við erum með fengsæl fiskimið fyrir framan okkur alla daga og báta sem geta t.d. stundað vistvænar krókaveiðar en við meigum ekki fara frá bryggju nema vera búnir að leigja kvóta af einhverjum út í bæ, jafnvel erfingja sem hefur aldrei díft hendi í kalt vatn hvað þá komið niður á bryggju.
Þetta er það sem þeir aðilar sem ég hef verið í sambandi við, ætla ekki að láta bjóða sér lengur. Þetta sé afkomuofbeldi sem verði að taka á af fullum þunga. Svona er ástandið bæði hér og víða um allt land, fólk má ekki bjarga sér og veiða úr sameign þjóðarinnar. Þjóðin á kvótann samkvæmt lögum.
https://gamli.frettatiminn.is/26/01/2021/aetla-ad-roa-an-kvota-og-hundsa-onytt-kvotakerfi/