2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Húsið alelda en fundu ekki brunalykt vegna Covid19

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Par sem var að jafna sig eftir Covid fann ekki brunalykt þegar kviknaði í húsi þeirra. Smábarn þeirra bjargaði fjölskyldunni. Kayla og Nathan Dahl voru í fastasvefni þegar smábarn þeirra kom inn til þeirra um nóttina til að segja tvö af fáum orðum sem það kann hingað til

Barnið svaf ekki í herberginu sem það deilir með einum af eldri bræðrum sínum, sagði Kayla. Honum leið ekki vel kvöldið áður og því svaf smábarnið í stofunni sem tengist svefnherbergi foreldranna, þar sem þau gátu fylgst betur með honum. Um klukkan 4:30 um nóttina, tókst barninu sem heitir Brandon, að flýja stofuna sem þegar var alelda, til að gera foreldrum sínum viðvart um eldinn.

„Mamma, heit,“ sagði Brandon, sem verður tveggja ára á morgun, á meðan hann togaði í fótinn á móður sinni. Upphaflega sagði Kayla, (28 ára), að hún hefði haldið að sonur sinn vildi bara fjarlægja náttfötin sín. En sekúndum síðar áttaði hún sig á því hvað yngsta barnið hennar var að reyna að segja henni: Hús fjölskyldunnar í Alvord íTexas, var alelda.

Enginn reykskynjara á heimili þeirra fór í gang og Dahl- hjónin, sem nýlega höfðu reynst með covid19, höfðu ekki fundið lyktina af reyknum sem var húsinu. „Við vorum enn að jafna okkur eftir covid, svo hvorugt okkar hafði bragð- eða lyktarskyn,“ sagði Kayla við The Washington Post.