Lögreglan á Vestfjörðum varar eindregið við akstri um Súðavíkurhlíð. Vegurinn sem er talinn stórhættulegur, hefur verið mikið til umfjöllunar s.l. misseri vegna þeirrar mikillar hættu sem þar er vegna flóðahættu

Fólk hefur oft verið í mikilli hættu t.d. þegar bílar hafa verið fastir í snjó undir hlíðinni og þá hefur m.a. komið fram opinberlega hjá heimamönnum að aðeins sé tímaspursmál um hvernær illa fari og fólk lendi í flóði á veginum.
,,Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands hefur gefið út að aukin hætta sé á ofanflóðum á Súðavíkurhlíð. Fylgst verður með aðstæðum og veðurspá. Hvatt er til þess að vegurinn sé ekki ekinn nema brýna nauðsyn beri til.“ Segir lögreglan á Vestfjörðum.
Veðurútlit með tilliti til snjóflóða
,,Áframhaldandi SV- og V-átt með éljum og snjókomu á Vestanverðu landinu. Lægð fer yfir landið á mánudag með NA-átt á noraðnverðu landi en S-átt á sunnanverðu landinu. Snjókoma en rigning á láglendi sunnanlands.“ Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 29. jan. 13:43
Discussion about this post