Veðurhorfur á landinu : Norðlæg átt 3-10 m/s og bjart með köflum, en stöku él norðanlands. Frost 0 til 12 stig, kaldast á norðaustanverðu landinu.
Vaxandi austanátt á morgun og fer að snjóa sunnantil. Austan 18-28 m/s undir kvöld og víða snjókoma, hvassast syðst á landinu með talsverðri ofankomu. Mun hægari vindur á Norðaustur- og Austurlandi. Dregur úr frosti. Spá gerð: 29.01.2023 22:10. Gildir til: 31.01.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðaustan 15-25 um morguninn, hvassast syðst. Dregur síðan úr vindi, 5-15 m/s seinnipartinn. Víða él, en úrkomulítið suðvestantil. Frost 0 til 8 stig.
Á miðvikudag:
Austlæg átt 3-10 og dálítil él, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Frost 2 til 10 stig. Bætir í vind um kvöldið.
Á fimmtudag:
Hvöss suðaustanátt og snjókoma í fyrstu, en hlýnar síðan með rigningu eða slyddu á láglendi. Hægari suðvestanátt seinnipartinn og kólnar aftur með éljum, en styttir upp norðaustanlands.
Á föstudag:
Vestlæg átt og él, en léttir til austanlands eftir hádegi. Frost 1 til 7 stig.
Á laugardag:
Vestan og norðvestanátt og éljagangur, en þurrt að kalla suðaustantil. Frost 2 til 9 stig.
Á sunnudag:
Suðaustanátt og hlýnar með rigningu eða slyddu.
Spá gerð: 29.01.2023 20:55. Gildir til: 05.02.2023 12:00.