6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Lögreglumenn kallaðir til vegna karlmanns með kjöthamar

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hér eru helstu fréttir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17:00 til 05:00 í morgun samkvæmt dagbók.

 Lögreglustöð 1

  • Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi við verslunarkjarna í hverfi 104. Honum ekið að dvalarstað sínum.
  • Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 101. Fannst ekki þrátt fyrir leit.
  • Tilkynnt um meðvitundarskertan aðila utan við skemmtistað í hverfi 101. Reyndist vera ölvun og var viðkomandi ekið til síns heima.
  • Tilkynnt um háværa dynki frá íbúð í hverfi 105. Þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að dynkirnir áttu sér eðlilegar skýringar en þar var húsráðandi að berja svínakjöt með kjöthamri með tilheyrandi látum.
  • Tilkynnt um aðila sem hafði fengið glerflösku í höfuðið á skemmtistað í hverfi 101. Gerandi óþekktur en hinn slasaði var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
  • Bifreið stöðvuð í hverfi 105. Ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna auk þess að vera sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu.
  • Skemmtistað lokað í hverfi 101 vegna þess að þar var enginn starfandi dyravörður með réttindi.
  • 200 manna ungmennasamkvæmi lokað á skemmtistað í hverfi 101 en þar var verið að veita áfengi til gesta undir 20 ára aldri.

 Lögreglustöð 2

  • Tilkynnt um þjófnað frá verslun í hverfi 210. Grunaður laus að lokinni skýrslutöku

Lögreglustöð 3

  • Aðili handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls vegna líkamsárásar í hverfi 111.