Veiðimenn verða vitni af mörgu sem þeir sem eru á mölinni ná aldrei að upplifa. Það er ekki óalgengt að þeir tjái sig um það sem þeir verða vitni af í náttúrunni og er það vel þegið, þegar þeir deila reynslu sinni með öðrum veiðimönnum. Því aldrei er of varlega farið í okkar fögru og villtu náttúru.
Grúskari hefur orð á frétt um tvö skrímsli sem sáust í Kleifarvatni en allir alvöru veiðimenn vita að vötn og ár eru ekki allar þar sem þær eru séðar. ,,Rambaði á þessa furðu-frétt við heimildarleit. Segir frá tveimur mönnum á rjúpu við Kleifarvatn sem urðu vitni af einhverjum kynjaverum í og við vatnið veturinn 1984.“ Segir grúskari sem hefur rambað á eina af mörgum sögum úr villtri íslenskri náttúru.
Umræða