Mat á snjóflóðaaðstæðum
Nýir vindflekar hafa byggst upp víða á landinu í SV éljagangi síðustu daga. Mikill snjór er nú víða og mesta úrkomuákefðin síðustu daga hefur verið á Suður- og Vesturlandi en þar var fremur lítill snjór til staðar fyrir. Í síðustu viku hlánaði um land allt og snjóþekja varð víða jafnhita og styrktist, einkum á Norðurlandi þar sem veikleiki hafði verið útbreiddur en gæti þó verið til staðar hátt til fjalla. Skjálftahrina við Bláfjöll getur sett af stað snjóflóð í nágrenninu og fólk beðið að fara varlega undir bröttum hlíðum. Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 29. jan. 14:21
Snjóflóðaspá fyrir valin svæði
Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.
Suðvesturhornið
- mán. 29. jan.
Nokkur hætta - þri. 30. jan.
Töluverð hætta - mið. 31. jan.
Töluverð hætta
Spá gerð: 28. jan. 14:51. Gildir til: 30. jan. 19:00.
Norðanverðir Vestfirðir
- mán. 29. jan.
Nokkur hætta - þri. 30. jan.
Töluverð hætta - mið. 31. jan.
Töluverð hætta
Spá gerð: 28. jan. 16:02. Gildir til: 29. jan. 19:00.
Tröllaskagi utanverður
- mán. 29. jan.
Nokkur hætta - þri. 30. jan.
Nokkur hætta - mið. 31. jan.
Nokkur hætta
Spá gerð: 28. jan. 16:20. Gildir til: 30. jan. 19:00.
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
- mán. 29. jan.
Nokkur hætta - þri. 30. jan.
Nokkur hætta - mið. 31. jan.
Nokkur hætta
Spá gerð: 28. jan. 12:51. Gildir til: 30. jan. 19:00.
Umræða