Það eru ekki nema rúmir tveir sólarhringar þangað til vorveiðin byrjar fyrir alvöru, þó veðurfarið mætti aðeins lagast, en það er spáð aðeins betra veðri næstu daga. Bjarni Júlíusson var á veiðislóðum í dag fyrir vestan, nánar tiltekið í Hraunsfirði.
,,Hérna fyrir vestan er frábært veður en kalt“ sagði Bjarni og hélt áfram ,,ég leit við í Hraunsfirði og þar er allt fullt af ís ennþá. Það er búið að vera grimmdar frost hérna undanfarið, allt niður í 12 stiga frost.
Það dugði til þess að lónið lagði aftur, en mig grunar að um leið og fer að hlýna. þá fari ísinn hratt af lóninu. En ég óttast að við séum ekki að fara að kasta þarna á fimmtudaginn“ sagði Bjarni enn fremur um stöðuna í Hraunsfirði.
Mynd. Staðan við Hraunsfjörðinn í dag, fallegt veður en kalt. Mynd: Bjarni
Discussion about this post