Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag ætti að verða skínandi veður í flestum landshlutum og ætti sólin að njóta sín stóran hluta dagsins. Einna helst að austast á landinu verði stöku él á stangli sem gætu hindrað fólk að njóta sólargeislana. Á morgun, miðvikudag verður áfram bjart veður en líklega verður háskýjabreiða yfir landinu en sólin mun nú býsna víða ná í gegnum hana, þótt ekki verði alveg jafn bjart og í dag. Nú er dægursveiflan í hitastiginu orðin býsna áberandi og á bjartum dögum eins og í dag er alls ekki útilokað að við sjáum 6 til 8 stiga sveiflu milli dags og nætur og gæti jafnvel sveifalst um 10 stig á stöku stað.
Veðuryfirlit
Yfir NA-Grænlandi er 1038 mb hæð og frá henni teygir sig hæðarhryggur til Skotlands. Um 800 km SV af Reykjanesi 1006 mb lægð, sem þokast NV og grynnist.
Samantekt gerð: 29.03.2022 07:26.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt, víða 3-10 m/s og 10-15 syðst. Víða léttskýjað eða bjartviðri, en smá él við A-ströndina. Svipað veður á morgun.
Hiti 1 til 7 stig á S-verðu landinu að deginum, en um og undir frostmarki annars staðar. Næturfrost um mest allt land.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-8 m/s og þurrt, en lengst af léttskýjað eftir hádegi. Bjartviðri á morgun. Hiti 2 til 5 stig að deginum, en næturfrost.
Spá gerð: 29.03.2022 04:00. Gildir til: 30.03.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt, en suðaustan 5-10 m/s syðst. Bjart með köflum og hiti víða 0 til 5 stig, en vægt frost NA-til.
Á fimmtudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað og sums staðar smá skúrir eða él. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum.
Á föstudag:
Hæg suðlæg átt og dálítil rigning eða slydda með köflum, en þurrt að mestu NA-lands. Hiti 0 til 6 stig, mildast syðst.
Á laugardag:
Norðaustanátt með éljum fyrir norðan og kólnar í veðri um land allt, síst S-lands.
Á sunnudag:
Breytileg átt, fremur svalt, en yfirleitt þurrt.
Á mánudag:
Útlit fyrir austanátt með úrkomu í flestum landshlutum. Frostlaust SV-til, en annars um og undir frostmarki.