Hugleiðingar veðurfræðings
Austan hvassviðri eða stormur með suðurströndinni í byrjun dags og snjókoma og eru gular viðvaranir í gildi vegna þess. Það mun hlýna þegar líður á daginn þegar hlýtt loft sækir til okkar suður úr höfum og breytist þá úrkoman í slyddu eða rigningu. Hægari vindur annars staðar og lengst af úrkomulítið fyrir norðan.
Í kvöld dregur til tíðinda þegar úrkoman eykst umtalsvert á Austfjörðum og undir Vatnajökli með austanátt og talsverðri slyddu eða snjókomu. Á morgun heldur úrkomuþunginn áfram og fram á föstudag lítur út fyrir mjög mikla úrkomu á því svæði. Spár eru eilítið á reiki með hitastigið og þá hvort úrkoman breytist yfir í rigningu á einhverjum tímapunkti. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með þróun spáa og útgáfu viðvarana. Spá gerð: 29.03.2023 06:54. Gildir til: 30.03.2023 00:00.
Appelsínugul viðvörun vegna veðurs: Austfirðir
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan og austan 15-23 m/s syðst á landinu og snjókoma með köflum, en slydda eða rigning þegar líður á daginn. Austan 8-15 m/s annars staðar og lengst af úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 1 til 6 stig seinni partinn, en nálægt frostmarki um landið norðaustanvert. Talsverð slyddu eða snjókomu austast á landinu í kvöld.
Austlæg átt 10-18 m/s á morgun, en hægari suðvestanlands. Rigning eða slydda með köflum og hiti 2 til 10 stig, en snjókoma norðaustantil með hita nálægt frostmarki. Áfram talsverð slydda eða snjókoma austast á landinu.
Spá gerð: 29.03.2023 10:41. Gildir til: 31.03.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðaustlæg átt 8-15 m/s, hvassast norðaustantil á landinu. Þurrt að kalla á Norðurlandi, annars rigning eða slydda með köflum, en talsverð úrkoma á Suðausturlandi og á Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig.
Á laugardag:
Suðlæg átt 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en rigning eða slydda suðaustantil og á Austfjörðum fram eftir degi. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Suðvestan 8-13 m/s með skúrum eða éljum, en þurrt norðaustan- og austanlands. Heldur kólnandi veður.
Á mánudag:
Norðaustlæg átt. Rigning eða slydda um landið suðaustan- og austanvert, dálítil él fyrir norðan, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig, en víða vægt frost fyrir norðan.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir breytilega átt. Úrkomulítið og hiti breytist lítið.
Spá gerð: 29.03.2023 09:18. Gildir til: 05.04.2023 12:00.