Er hún búinn að láta spila með sig út af borðinu og eyðileggja öll þau góðu áform sem hún hafði fyrir kosningar? Frjálsar strandveiðar voru eitt af því og margt fleira áhugavert.
En gleymdi hún sér við nægtaborðið?
Og fer því fyrir henni eins og sumum?
Guð blessi Ísland.
Hef sagt að það áður peningar eru fljótir að hverfa. Sérstaklega pappírspeningar í kauphöllum sem hannaðar eru til að búa til óraunverulegt verðmæti úr fyrirtækjum sem eru aldrei meira virði en afkomutölur geta sýnt frammá með afurðaverði.
STRANDVEIÐAR
Bara svona til fróðleiks fyrir okkar ráðamenn. Nú er að hefjast veiðar Strandveiðarbáta sem eru að sumum kallaðir hobbý. En nú skal ég fræða ykkur um hversu mikla atvinnu þeir skapa fólki sem starfa við viðhald, skoðanir, veiðafærasölu, eldsneitissölur, hafnargjöld, atvinnu á bryggjum, og atvinnu við sölu á fiskmarkaði,
Umboðsmenn með sölu úr landi, og frakt og virðisauka fyrir þjóðina, og atvinnu trillukarla sem telja hátt í 1000 manns í dag og eflaust fl. sem ég man ekki í svipan. Þetta er ekki litill vinnustaður og telst varla hobbý. En finnst fólki ekki bara gott að hafa svona vinnustað?
Og væri hann ekki bara ennþá betri ef við gætum hjálpað þessu risa fyrirtæki að gera því auðveldara um vik að tryggja gott öryggi fyrir starfsmenn og tryggja hverjum bát viðunandi dagafjölda til að geta búið til ennþá betra umhverfi fyrir alla sem starfa við fyrirtækið sem þarf nauðsynlega að geta fylgt kröfum nútímans og sýnt og skilað af ser góðu starfi fyrir þjóðina sína.
Höfum í huga að við þetta fyrirtæki hafa þúsundir fólks atvinnu og við þurfum nauðsynlega að gera betur fyrir alla þessa starfsmenn.
Getum kallað svona fyrirtæki með dreift eignarhald.