Mat á snjóflóðaaðstæðum
Óvissustig v/ snjóflóðahættu er í gildi fyrir Austfirði og hættustig er í gildi í Neskaupstað, á Seyðisfirði og Eskifirði.
Á Austfjörðum eru snjóalög mjög óstöðug eftir mikla snjókomu og mörg snjóflóð hafa fallið. Búast má við að vot snjóflóð eða krapaflóð falli á svæðinu þegar hlýnar í veðri og rignir ofan í nýsnævið. Töluverð snjóflóðahætta er enn á Norðurlandi og hafa fjölmörg snjóflóð fallið þar nýlega, bæði náttúruleg flóð og af mannavöldum.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 29. mar. 16:57
Veðurútlit með tilliti til snjóflóða
Austlæg átt 10-18 m/s á fimmtudag, en hægari suðvestanlands. Rigning eða slydda með köflum og hiti 2 til 10 stig, en snjókoma norðaustantil með hita nálægt frostmarki. Talsverð úrkoma austast á landinu, fyrst sem snjókoma en síðar rigning. Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 29. mar. 16:53
Veðurútlit Austanlands næstu daga
Mikilli úrkomu er spáð á Austfjörðum og Suðausturlandi á fimmtudag og fram á laugardag. Til að byrja með verður úrkoman að mestu snjókoma. Það hlýnar og verður rigning láglendi Suðaustanlands megnið af tímanum. Á fimmtudagskvöldið er reiknað með að víðast verði farið að rigna til fjalla.

Mikil snjóflóðahætta er á Austfjörðum og rýmingar í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Í veðrinu verður hætta á snjóflóðum, bæði votum og þurrum. Þá verður hætta á krapaflóðum í rigningunni þar sem snjór er víða mikill. Grípa gæti þurft til frekari aðgerða vegna þessa veðurs.
https://gamli.frettatiminn.is/29/03/2023/tf-gna-thyrla-landhelgisgaeslunnar-verdur-til-taks-a-akureyri/
https://gamli.frettatiminn.is/29/03/2023/appelsinugul-vidvorun-vegna-vedurs-2/