-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

1% íslendinga eiga 80% eigna – Fosætisráherra nefnir 1% lækkun á tekjuskatti láglaunafólks til jöfnunar

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

1% íslendinga eiga rúmlega 80% eigna – Fosætisráherra nefnir 1% lækkun á tekjuskatti, lægst launuðu, til þess að jafna kjör á Íslandi

Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra vinstri stjórnarinnar, um það hvað hún hyggðist gera, varðandi þá augljósu misskiptingu sem að er á Íslandi. Þar sem að 1% landsmanna á 80% af eignum landsins en þá sé ekki tekið tillit til eigna þeirra sem að eru faldar í skattaskjólum víða um heim. Forsætisráðherra segir að láglaunafólk muni fá 1% lægri tekjuskatt til jöfnunar kjara 

Logi Einarsson sagði ,,Við í þessum þingsal finnum mjög vel fyrir góðærinu og það gera fjármagnseigendur sannarlega líka. Árið 2016 juku 200 tekjuhæstu fjölskyldurnar á Íslandi tekjur sínar um 14 milljarða, hlutfallslega miklu meira en allir hinir.

Samkvæmt nýjustu tölum frá fjármálaráðuneytinu á ríkasta 1% landsmanna jafn mikið fé og þau 80% sem minnst eiga. Það er ekki vitað hversu mikið fjármagn þau eiga í skattaskjólum. Í ræðu sinni á ársfundi Samtaka atvinnulífsins talaði forsætisráðherra um mikilvægi þess að almenningur upplifði að stjórnvöld væru að beita sér fyrir jafnari skiptingu gæða. Hún talaði líka um ólgu í samfélaginu, ójafna eignaskiptingu og bága stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði.
Nýr auður er að verða til og kakan sem samstarfsflokkur forsætisráðherra talar svo oft um er vissulega að stækka. Gallinn er bara sá að þegar skoðað er hvernig nýr auður skiptist er fámennur hópur sem tekur langstærstan hluta til sín. Á meðan þeir sem eiga mest hagnast mest á góðærinu á fjöldinn allur af ungu fólki, barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum mjög erfitt með að ná endum saman.
Hvernig hyggst forsætisráðherra sporna við þessari misskiptingu og auðsöfnun á fárra hendur? Ætlar hún að beita sér fyrir því að barnabætur verði hækkaðar? Eða vaxtabætur sem eru í sögulegu lágmarki?
Mun hún þrýsta á að framlög verði hækkuð til uppbyggingar leiguíbúða og leggjast gegn skattbreytingum sem skila þeim tekjuhæstu þrefalt meira en þeim sem lægstar hafa tekjurnar?  Með öðrum orðum, ætlar forsætisráðherra, valdamesti stjórnmálamaður landsins, að beita sér fyrir breytingum á fjármálaáætlun sem stuðla að meiri jöfnuði og félagslegri sátt?“ Spurði Logi Einarsson.

Katrín Jakobsdóttir, Vinstri grænum, forsætisráðherra svarað því m.a. til að ,,oft hefði verið bent á að alþjóðlega standi Ísland vel að vígi þegar kemur að jöfnuði í tekjudreifingu, en þar er þó fyllsta ástæða til að vera á varðbergi. Ég vísa þar til þeirrar launaþróunar sem við höfum séð annars vegar úti á hinum almenna markaði og var til umræðu í vikunni á fundi sem Samtök sparifjáreigenda héldu þar sem m.a. var farið yfir kaupauka í íslenskum fyrirtækjum og launaþróun stjórnenda. Hins vegar þekkjum við auðvitað líka umræðuna um kjararáð.
Þingmaðurinn spyr hvernig sú sem hér stendur hyggist beita sér í þessu máli. Það liggur fyrir til að mynda að hér mun á haustdögum koma fram frumvarp sem breyta mun fyrirkomulagi kjara æðstu embættismanna ríkisins til að tryggja að þau séu í takt við almenna launaþróun í landinu. Ég vonast til þess að við getum náð saman um þær breytingar. Þar með værum við að færa þá þróun í takt við það sem gerist á Norðurlöndunum og gætum um leið tryggt aukinn jöfnuð þegar kemur að hinu opinbera.
Ég sagði líka á ársfundi Samtaka atvinnulífsins að stjórnendur á hinum almenna markaði mættu ekki vísa ábyrgð á efnahagslegum stöðugleika á láglaunafólk í landinu. Þess vegna þurfum við að taka það til opinnar umræðu hver sé eðlileg tekjudreifing í landinu. Á meðal þess sem ég hef sett á dagskrá á fundi stjórnvalda með aðilum vinnumarkaðarins í maímánuði er að ræða hvernig við viljum sjá tekjudreifinguna þróast og hvaða aðferðum við viljum beita til að tryggja jafna tekjudreifingu, en eins og fram hefur komið ítrekað hjá ýmsum þeim hagfræðingum sem fást við þessi mál fer aukin hagsæld í raun og veru saman við tiltölulega mikinn jöfnuð sem er í alþjóðlegum samanburði tiltölulega mikill á Íslandi þegar kemur að tekjunum.“ Sagði Katrín Jakobsdóttir.
Logi Einarsson var ekki sáttur með svör forsætisráðherra og sagði ,,Það hjálpar einfaldlega ekki því fólki sem á ekki til hnífs og skeiðar og berst í bökkum frá mánuði til mánaðar að hér sé almennt meiri tekjujöfnuður en víðast hvar annars staðar. Staðreyndin er sú að bæði er tekjuójöfnuður of mikill og eignaójöfnuður er sífellt vaxandi vandamál.
Ég vil spyrja forsætisráðherra aftur að því hvernig hún hyggist beita sér til að minnka þennan eignaójöfnuð. Varla með því að útfæra fjármagnstekjuskattsbreytingar á þann veg að eignamesta fólkið geti varið sig fyrir verðbólgu ólíkt launafólki.
En síðan er það spurningin: Hvernig hyggst hún koma til móts við þennan fátækasta og verst stadda hóp þjóðarinnar? Mun hún beita sér fyrir hækkuðum barnabótum, vaxtabótum? Mun hún leggjast gegn breytingum á tekjuskatti sem færir þeim efnuðustu, þar á meðal okkur, þrisvar sinnum meiri hagnað en þeim sem lægstar hafa tekjurnar?“
Katrín Jakobsdóttir svaraði m.a. ,, Ef við tölum um eignaójöfnuð þá var hér um áramótin fjármagnstekjuskattur hækkaður um 2 prósentustig, úr 20% í 22%. Ef við skoðum hvernig sú skattahækkun dreifist leggst hún fyrst og fremst á þá sem mesta eiga fjármunina, því að það eru auðvitað þeir sem borga hlutfallslega mestan fjármagnstekjuskatt.
Varðandi það sem hv. þingmaður vísar í, sem er endurskoðun á skattstofni fjármagnstekjuskatts, þurfum við auðvitað að taka afstöðu til þess sem kemur út úr þeirri skoðun. Þingmaðurinn nefnir tekjulægri hópa og það er alveg skýrt og kom ítrekað fram í umræðum um fjármálaáætlun að þar er gert ráð fyrir 1 prósentustigs skattalækkun á tekjuskattinn en um leið boðað að samráð verði haft við aðila vinnumarkaðarins, þ.e. launafólk, um það hvernig hægt verði að útfæra skattalækkun þannig að hún komi hinum tekjulægri mest til góða.
Í fjármálaáætlun er sérstök rammagrein um það hvernig mætti gera þetta í gegnum persónuafsláttarkerfið sem er takt við það sem verkalýðshreyfingin hefur talað fyrir.
Hins vegar var á það bent í umræðum um fjármálaáætlun að það væri mikilvægt að það væri aukið samtal um þessi mál, ekki bara við aðila vinnumarkaðarins heldur líka hér á þingi og ég held að það sé réttmæt gagnrýni. Ég held að við munum þurfa að gefa okkur tíma í að ræða það hvernig skattbreytingar munu nýtast sem best tekjulægri hópum.“
Sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Vinstri grænna. Athygli vekur að hún vék sér undan að svara til um flest atriði sem að máli skipta, eins og t.d. um hvort að hún ætlaði að beita sér fyrir því að barnabætur verði hækkaðar eða vaxtabætur sem eru í sögulegu lágmarki og það á vakt vinstri velferðarstjórnar sem að stýrir nú landinu.
Jafnframt svaraði hún því engu um, hvort að hún muni þrýsta á að framlög verði hækkuð til uppbyggingar leiguíbúða og hvort að hún muni leggjast gegn skattbreytingum sem skila þeim tekjuhæstu þrefalt meira en þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Eða spurningunni um hvort að hún ætlaði sér að beita sér fyrir breytingum á fjármálaáætlun sem stuðla að meiri jöfnuði og félagslegri sátt og minnka tekjuójöfnuð og eignaójöfnuð. Engin afgerandi stefna virðist vera í jöfnun þegar að kemur að kjaramálum og engin svör að fá sem að benda í þá veru. Búast má við mjög hörðum átökum á vinnumarkaði og ekki minnka líkurnar þegar að við blasir að forsætisráðherra hefur engin svör og engin áform um breytingar sem að henta millistéttinni eða þeim sem að allra lélegustu kjörin hafa á Íslandi en forveri Vinstri grænna, Alþýðubandalagið sáluga, barðist hart fyrir þann hóp á sínum tíma, nú er öldin önnur.
https://frettatiminn.is/2018/12/04/thingmenn-fa-45-haekkun-vinstri-stjornin-lysir-yfir-omoguleika-launahaekkun-ljosmaedra/