Ólga og órói í samfélaginu?
Þegar komið er á mannamót um þessar mundir er víða haft orð á því, að ólga og órói sé til staðar í samfélaginu.
Sennilega er töluvert til í því. Birtingarmyndin er með ýmsum hætti frá degi til dags eða viku til viku en að undanförnu hafa það verið kjaradeilur ljósmæðra (þær hafa verið á tveimur vígstöðvum) sem vakið hafa mesta athygli og ekki farið á milli mála að málstaður þeirra hefur notið og nýtur stuðnings almennra borgara.
Það vekur óneitanlega athygli, þegar fólk hér og þar notar sömu orð til að lýsa andrúmsloftinu í samfélaginu, sem ætti að vera mjög jákvætt í ljósi efnahagslegrar velgengni.
Ástæðan fyrir þessum óróa og ólgu er bersýnilega djúpstæð óánægja með misskiptingu, þ.e. að fámennir hópar, sem eru í aðstöðu til, taki til sín miklar kjarabætur, en öðrum er sagt að kröfur þeirra muni setja efnahagslífið á hvolf.
Það verður fróðlegt að sjá hvort þessar undiröldur eigi eftir að brjótast uppá yfirborðið í sveitarstjórnarkosningum.
Segir Styrmir Gunnarsson f.v. ritstjóri Morgunblaðsis í pistli sínum í dag.