Veðurhorfur á landinu
Gengur í norðan og norðvestan 5-13 m/s í dag. Léttskýjað sunnanlands, en þykknar upp á norðanverðu landinu með stöku skúrum seinnipartinn. Hiti 5 til 12 stig, en allvíða næturfrost inn til landsins. Víða norðaustan 8-15 á morgun. Dálitlar skúrir eða él norðan- og austanlands, en áfram bjart um landið suðvestanvert. Hiti 2 til 11 stig að deginum, svalast norðaustantil. Dregur úr vindi annað kvöld. Spá gerð: 29.04.2020 04:55. Gildir til: 30.04.2020 00:00.
Veðuryfirlit
Yfir Íslandi er minnkandi 1015 mb hæð, en 1100 km V af Írlandi er 986 mb lægð á A leið. 500 km SA af Jan Mayen er 1005 mb lægð sem mjakast SV.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðvestan gola og léttskýjað að mestu, en 8-13 m/s síðdegis. Hægari austlæg átt á morgun. Hiti 6 til 11 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðaustanátt, víða 8-13 m/s. Skýjað og dálitlar skúrir eða él á Norður- og Austurlandi og hiti 0 til 5 stig, en bjart með köflum sunnan heiða og hiti að 10 stigum yfir daginn.
Á föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Skýjað að mestu og víða líkur á skúrum eða éljum. Hiti 0 til 9 stig að deginum, svalast NA-til.
Á laugardag:
Hæg breytileg átt og dálitlar skúrir sunnanlands, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Gengur í ákveðna austanátt með dálítilli vætu S- og A-til, en bjartviðri á Vesturlandi. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast SV-til.
Á mánudag:
Stíf norðaustanátt og skúrir SA-til, annars hægari og bjart með köflum. Hiti 2 til 10 stig að deginum.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir hæga vestlæga eða breytilega átt með skúrum V-lands, en bjartviðri um landið NA-vert.
Spá gerð: 28.04.2020 20:45. Gildir til: 05.05.2020 12:00.