3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Ísland í 1.sæti í heimi í okri á eldsneyti – Tryggingafélög okra á bíleigendum upp á hundruð prósenta og greiða háan arð

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Ísland í 1.sæti í heimi í okri á eldsneyti

Hægt að tryggja tvær til þrjár bifreiðar í nágrannalöndum á verði einnar á Íslandi

Íslendingar halda enn sem áður sínu 1.sæti í veröldinni þegar að kemur að okri á eldsneyti. Eins og neytendur hafa fundið glöggt hafa verið tíðar, miklar og örar hækkanir að undanförnu á eldsneyti. Á sama tíma eru Tryggingafélög einnig að okra á bíleigendum upp á hundruð prósenta m.v. nágrannalöndin og greiða út háan arð á sama tíma og tryggingar hafa verið að hækka langt umfram verðlag. Slíkt getur komið niður á kjarasamningum.
Hækkanirnar hafa jafnframt tryggt okkur áfram það sæti sem að íslendingar hafa haft þegar að kemur að hæsta eldsneytisverði í heimi, þ.e. 1.sætið sem hefur verið hefðbundið sæti fyrir íslendinga um áratuga skeið.
Hægt er að skoða töfluna yfir verð á eldsneyti um allan heim á vefnum www.globalpetrolprices.com
Fréttatíminn kynnti sér einnig verðmun á bíla tryggingum á Íslandi og á norðurlöndunum og þar er algengur munur svo mikill að í nágrannalöndunum er hægt að tryggja 2 til 3 bíla fyrir sömu fjárhæð og fyrir einn á Íslandi.
Það virðist vera þannig þegar að kemur að þessum málum að endalaust er hægt að láta bifreiðaeigendur á Íslandi greiða margfalt meira þegar að kemur að kostnaði varðandi bifreiðar en þekkist annarsstaðar í veröldinni.
Bensín- og tryggingasalar eru mjög samstíga á Íslandi þegar að kemur að okri gagnvart bíleigendum þegar að verð eru borin saman og líta verður til þess í þeim kjaraviðræðum sem að nú standa yfir, þar sem að verðhækkanir hafa ekki verið í neinum takti við launavísitölu. En mikil ólga er í samfélaginu vegna kjaramála og búast má við verkföllum og átökum á vinnumarkaði eins og boðað hefur verið.
https://frettatiminn.is/2018/02/04/okur-a-eldsneyti-og-bilavorum-island-i-1-saeti-i-heiminum-i-okri/
https://frettatiminn.is/2018/05/11/haar-ardgreidslur-til-hluthafa-tryggingafelaga-sama-tima-og-idgjold-almenning-haekka/
https://frettatiminn.is/2018/05/02/tm-tryggingamidstodin-lang-dyrast-og-vis-odyrast-107-verdmunur-bilatryggingum/