Hóptilboð í veiðiheimildir
Hörð gagnrýni hefur verið undanfarin ár vegna veiðigjaldsins sem útgerðir á Íslandi greiða og m.a. komið fram að gjöldin eru lægri en áhugamenn um stangaveiði eru að greiða en þeir stunda þó aðeins frístunda veiðar yfir sumarið. Útgerðarmaður sem vill breyta veiðigjaldinu, hefur nú birt opinberlega að hann geri ríkinu opinbert tilboð upp á 70.000 kr. fyrir tonnið sem nemur um fimmföldu því veiðigjaldi sem útgerðin er að greiða í dag.

Magnús Guðbergsson útgerðarmaður á Suðurnesjum segir í viðtali við Fréttatímann að honum blöskri hvað eigandi auðlindarinnar, sem sé þjóðin, fái lítið í sinn hlut af því sem sjávarauðlindin gefi af sér. ,,Ég hef alltaf sagt að mér finnist 30% af söluverði afurða á fiskmarkaði eigi að fara í veiðigjald til þjóðarinnar og mér sýnist að það séu í kringum 70.000 til 75.000 krónur.
Ef hærri talan er notuð, þá er það u.þ.b. fimmfalt hærra veiðigjald en er í dag. Ég og fleiri útgerðarmenn ætlum að gera þjóðinni tilboð í veiðiheimildir og ríkisstjórnin verður að afgreiða þau tilboð fyrir hönd umbjóðanda síns sem er þjóðin, sem er eigandi auðlindarinnar. Við munum leita réttar okkar ef gengið verður fram hjá slíku tilboði sem hefur lögformlegt gildi, það þjónar ekki hagsmunum eigandans ef ríkisstjórnin hafnar fimmfalt hærra verði fyrir auðlind þjóðarinnar. Þá er ég að tala um fasta upphæð pr/kg. en ekkert rugl eins og er i dag þar sem sumar útgerðir eru ekki að borga krónu í veiðigjald.
,,Sjávarútvegsráðherra vill innheimta 16 krónur í veiðigjald en svo þegar sumar útgerðir eru jafnvel búnar með bókhaldsbrellum að búa til mikið tap, borga þær jafnvel ekkert veiðigjald. Þeir sem greiði hins vegar heiðarlega þessar 16 krónur, eru einfaldlega að greiða allt of lítið. Á almennum markaði er verið að greiða leigugjald sem nemur oft meira en tíföldu þessu verði. Það er það verð sem frjáls markaður hefur fundið út að sé rétta verðið.
Hóptilboð í veiðiheimildir
Nú er svo komið kæru félagar að það kemur ný úthlutun á veiðirétt í haust. Og því hef ég ákveðið að gera opinbert tilboð í aflaheimildir fyrir minn bát sem ég tel þurfa 70 tonn til handa af þorski á ári til að vera rekstrarhæfur. Því mun ég gera tilboð í aflaheimildir 70 tonn frá mér til þjóðarinnar uppá 70.000 kr tonnið alls 4.900.000. í óúthlutaðar aflaheimildir næsta fiskveiðiárs.
Discussion about this post